Harðfiskur hefur verið á borðum Íslendinga um langan aldur og hefur þótt svo sjálfsagður að litlar heimildir eru til um verkun og vinnslu harðfisks en hann kemur víða fram í frásögnum af borðhaldi Íslendinga.Harðfiskur var lengi vel einn helsti matur Íslendinga og með honum mikið borðað af smjöri, oftast súru, og iðulega einnig sölvum.
Harðfiskur sem heilsufæði.
Bandarískur vísindahópur tekur fram að ekki sé nóg að einblína á hollustu omega-3 fitusýra, brýna þurfi fyrir fólki að borða fisk. Í fiski sé nefnilega að finna ýmislegt annað sem bætt geti heilsuna.
Langar ómega-3 fitusýrur finnast nánast eingöngu í sjávarafurðum og í ótal yfirlitsgreinum og bókum hafa verið birtar greinar um mikilvægi lýsis og ómega-3 fitusýra á heilsuna, allt frá gigt til krabbameins og víðtækrar virkni á ónæmiskerfið. Þá hefur verið sýnt fram á að ómega-3 fitusýrur skipti máli til að viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu.