Felix-fiskur ehf. er fiskverkun staðsett við Hafnarbraut 16 á Akranesi.

Fyrirtækið framleiðir gæða harðfisk úr fersku hráefni, bæði fyrir innanlandsmarkað og einnig til útfluttnings. Einnig er þurrkaður fiskur fyrir gæludýr.

Felix-fiskur vinnur eftir HACCP/GÁMES hugmyndafræði varðandi gæðastjórnun.

Hráefnis er aflað á fiskmörkuðum og lögð áhersla á línufisk.  Mikilvægt er að alltaf sé unnið með fyrsta flokks hráefni. Þurrkunin fer fram í algjörlega lokuðum þurrkklefa sem styttir þurrktímann og tryggir hámarks gæði.

Aðallega er þurrkuð ýsa bæði sem bitafiskur og heil flök, einnig er í boði niðurskorin flök, sem mælist vel fyrir og er til þæginda fyrir neytendur.